Pipardvergurinn eftir KRADS og Trípólí fékk tvenn verðlaun í fyrra.
Pipardvergurinn eftir KRADS og Trípólí fékk tvenn verðlaun í fyrra.
KRADS/Trípólí húsið Pipardvergurinn bar sigur úr býtum í Piparkökuhúsakeppni Arkitektafélags Íslands sem haldin var í fyrsta skiptið í fyrra.

KRADS/Trípólí húsið Pipardvergurinn bar sigur úr býtum í Piparkökuhúsakeppni Arkitektafélags Íslands sem haldin var í fyrsta skiptið í fyrra. „Markmiðið er að gefa arkitektum tækifæri á að taka sér smávegis frí frá erli dagsins og gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn án þess að vera bundin kostnaðarramma eða byggingarreglugerð er markmið keppninnar,“ segir Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri AÍ, og bætir við: „Við efnum til nýrrar keppni í ár og verða húsin til sýnis á Kjarvalsstöðum eins og í fyrra.“

Hún segir keppnina til skemmtunar en einnig til að kynna arkitektastofur og vonandi á þann hátt að áhugi fólks vakni á að fara heim og hanna sitt eigið piparkökuhús með fjölskyldunni.