Það er vinsælt að gera vandaða jóladrykki yfir hátíðina. Granatepli, rósmarín, appelsínur og trönuberjasafi eru hráefni sem allir ættu að eiga í ísskápnum um jólin.
Það er vinsælt að gera vandaða jóladrykki yfir hátíðina. Granatepli, rósmarín, appelsínur og trönuberjasafi eru hráefni sem allir ættu að eiga í ísskápnum um jólin. — Ljósmynd/Unsplash Brooke Lark
Það getur verið gaman að blanda fallega drykki um jólin, hvort heldur sem er fyrir fjölskylduna alla eða einvörðungu fyrir fullorðna fólkið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Þ að sem er vinsælt að gera um jólin er að blanda glæsilega jóladrykki úr alls konar hráefni. Þeir geta verið fyrir alla fjölskylduna en einnig einvörðungu fyrir hina fullorðnu. Eftirfarandi drykkir eru dásamlegir fjölskyldudrykkir sem gefa má jólabörnum á öllum aldri.

Jóla-fizz

2 cl trönuberjasafi

1 msk. límónusafi

1 flaska sódavatn

Aðferð Blandið trönuberja- og límónusafa saman með klaka í hristara og hristið vel. Hellið síðan drykknum í glas og fyllið með sódavatni.

Skreytið með rósmarínstöng og granateplafræjum.

Jóla-mímósa

2 cl sprite

2 cl engiferöl

2 cl trönuberjasafi

Aðferð Blandið sprite, engiferöli og safa í kampavínsglas.

Skreytið með sykurhúðuðum trönuberjum.

Jóla-fun

2 cl Fun light wild berries

4 cl piparmyntute frá Te og kaffi

sódavatn

Aðferð Blandið 2 cl af Fun light á mann í könnu á móti 2 cl af köldu piparmyntutei og fyllið upp með sódavatni. Fallegt er að skreyta með tveimur kanilstöngum, sem bragðbætir kokkteilinn. Eins er mælt með að setja appelsínur í fallegum skífum ofan í blönduna.

Drykkurinn er sykurlaus.