Bráðnunin Hluti hins nýja verks Ólafs sem fjallar um bráðnun jökla.
Bráðnunin Hluti hins nýja verks Ólafs sem fjallar um bráðnun jökla. — Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís
Sýning á nýrri ljósmyndaröð Ólafs Elíassonar, Bráðnun jökla 1999/2019 verður opnuð í F-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld klukkan 18.

Sýning á nýrri ljósmyndaröð Ólafs Elíassonar, Bráðnun jökla 1999/2019 verður opnuð í F-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld klukkan 18. Myndröðinni hefur einnig verið bætt inn á yfirgripsmikla yfirlitssýninguna á verkum Ólafs sem stendur nú yfir í Tate Modern í Lundúnum.

Áður en sýningin verður opnuð munu Ólafur og Andri Snær Magnason ræða saman í fjölnotasafni Listasafnsins um hlut listsköpunar í umræðunni um hamfarahlýnun. Hefst samtal þeirra kl. 17.

Árið 1999 ljósmyndaði Ólafur tugi skriðjökla og jökultunga hér á landi, sem lið í langtímaskráningu hans á náttúrufyrirbærum á Íslandi. Úr myndunum setti hann saman verkið „The Glacier Series“ sem víða hefur verið sýnt. Nú í ár flaug hann aftur yfir sömu jökla, myndaði hvað þeir hafa bráðnað og hopað og stillir nýju myndunum upp með þeim gömlu í nýju myndröðinni. Þessi þrjátíu pör sýna vel áhrif hnattrænnar hlýnunar.