OR Vesturhúsið mun líta öðruvísi út eftir endurbyggingu en nú.
OR Vesturhúsið mun líta öðruvísi út eftir endurbyggingu en nú. — Tölvuteikning/Hornsteinar
Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls mun taka talsverðum útlitsbreytingum. Stjórn OR hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðisins.

Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls mun taka talsverðum útlitsbreytingum. Stjórn OR hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðisins.

Útveggir hússins verða réttir af en þrír af fjórum útveggjum hins skemmda vesturhúss slúta nú fram yfir sig. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka. Heildarflatarmál hússins verður svipað eftir breytingarnar og það var. Unnið er að lokafrágangi útboðsgagna. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar 2020. Framkvæmdum gæti verið lokið 2022.

Miklar rakaskemmdir fundust í hluta skrifstofuhúsnæðis OR, svonefnds vesturhúss, síðsumars árið 2017. Húsnæðið var strax rýmt og kostir til úrbóta skoðaðir. Niðurstaðan varð að endurbyggja útveggi vesturhússins og nota áfram það sem heilt er, þ.e. burðarvirki, gólf, lyftur og loftræstibúnað.

Verkfræðihönnun endurbyggingarinnar var boðin út haustið 2018. Verkís annast verkfræðihönnun en Hornsteinar eru arkitektar hússins.

gudni@mbl.is