Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
„Þetta var ekkert venjulegt veður en það breytir því ekki að við verðum að vera undirbúin og þetta minnir okkur á hvar við búum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær þegar hún flutti munnlega skýrslu á Alþingi um afleiðingar óveðursins í síðustu...

„Þetta var ekkert venjulegt veður en það breytir því ekki að við verðum að vera undirbúin og þetta minnir okkur á hvar við búum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær þegar hún flutti munnlega skýrslu á Alþingi um afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Hún sagði m.a. að horfa þyrfti aftur til ársins 1973 til að finna álíka norðanveður. Katrín sagði skelfilegt þegar ofsaveður ylli mannskaða. Slíkt tjón yrði aldrei bætt.

Hún nefndi veraldlegt tjón og sérstaklega rafmagnsleysið sem hefði haft ótrúlega mikil áhrif.

johann@mbl.is, gudni@mbl.is