Vefverslun Boxins hefur verið lokuð í 10 daga en verður opnuð á nýju ári.
Vefverslun Boxins hefur verið lokuð í 10 daga en verður opnuð á nýju ári.
Vefverslun Verslun Boxins, sem fer einvörðungu fram á netinu, hefur legið niðri undanfarna 10 daga. Að sögn Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, eiganda fyrirtækisins, sem einnig á Super1-verslunina, stendur endurskipulagning yfir hjá Boxinu.

Vefverslun Verslun Boxins, sem fer einvörðungu fram á netinu, hefur legið niðri undanfarna 10 daga. Að sögn Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, eiganda fyrirtækisins, sem einnig á Super1-verslunina, stendur endurskipulagning yfir hjá Boxinu. „Við opnun fljótlega eftir áramót. Við erum að taka nýja tækni í notkun. Það verður spennandi að kynna hana,“ segir Sigurður Pálmi. Að hans sögn snúa breytingarnar einnig að birgðakerfi vefverslunarinnar. „Við erum að samræma betur birgðakerfin. Þetta hefur verið aðskilið frá Super 1 en við erum að reyna að tengja betur saman sölukerfin og birgðakerfið og reyna að samræma reksturinn,“ segir Sigurður Pálmi.

„Þetta er erfiður bransi. Við erum að reyna að gera þetta hagkvæmara svo þetta verði arðbært. Það er ekki feitan gölt að flá,“ segir hann.