Spennandi Hildur Guðnadóttir gæti hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna á næsta ári.
Spennandi Hildur Guðnadóttir gæti hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna á næsta ári.
Stuttlistar níu verðlaunaflokka Óskarsverðlaunanna 2020 voru birtir í gær og er Hildur Guðnadóttir meðal þeirra tónskálda sem komast á lista fyrir bestu frumsömdu tónlist.

Stuttlistar níu verðlaunaflokka Óskarsverðlaunanna 2020 voru birtir í gær og er Hildur Guðnadóttir meðal þeirra tónskálda sem komast á lista fyrir bestu frumsömdu tónlist. Hildur samdi tónlistina við kvikmyndina Joker sem hlotið hefur mikla athygli og lof. Fríða Aradóttir og Heba Þórisdóttir eru á stuttlista fyrir hár og förðun, Fríða fyrir Little Women og Heba fyrir Once Upon a Time in ... Hollywood. Allar gætu þær hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna en tilnefningar verða kynntar 13. janúar. Þess má geta að Hildur keppir um tilnefningu við þekkt tónskáld, þ.á m. John Williams, Alexandre Desplat og Alan Silvestri.

Aðrar kvikmyndir á lista yfir bestu frumsömdu tónlist eru Avengers: Endgame , Bombshell , The Farewell , Ford v Ferrari , Frozen II , Jojo Rabbit , The King , Little Women , Marriage Story , Motherless Brooklyn , 1917 , Pain and Glory , Star Wars: The Rise of Skywalker og Us .

Stuttlisti yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem sú besta erlenda hefur einnig verið birtur og er Hvítur, hvítur dagur ekki þeirra á meðal en hún var framlag Íslands til verðlaunanna. Myndirnar á þeim lista eru The Painted Bird frá Tékklandi, Les Misérables frá Frakklandi, Atlantics frá Senegal, Parasite frá Suður-Kóreu og Dolor y gloría frá Spáni.

Óskarsverðlaunin verða afhent 9. febrúar.