Ljubomir Vranjes
Ljubomir Vranjes
Ljubomir Vranjes, þjálfari sænska handknattleiksliðsins Kristianstad sem Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með, hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Slóveníu. Hann mun stýra slóvenska liðinu á Evrópumótinu sem hefst 9.

Ljubomir Vranjes, þjálfari sænska handknattleiksliðsins Kristianstad sem Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með, hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Slóveníu. Hann mun stýra slóvenska liðinu á Evrópumótinu sem hefst 9. janúar en þar eru Slóvenar einmitt í riðli með Svíum og Vranjes, sem var lengi í sigursælu landsliði Svía, þarf því að stýra sínu nýja liði gegn löndum sínum. Slóvenar leika í F-riðli keppninnar í Gautaborg, þar sem Vranjes er fæddur og uppalinn, og mæta Pólverjum í fyrsta leik 10. janúar en síðan Svíum og Svisslendingum.

Vranjes, sem heldur áfram þjálfun Kristianstad þrátt fyrir þetta aukaverkefni, var lengi leikstjórnandi sænska landsliðsins og varð Evrópumeistari með liðinu 1998, 2000 og 2002 og heimsmeistari 1999. Hann hefur áður stýrt landsliðum Ungverjalands og Serbíu og þjálfað Veszprém í Ungverjalandi og Flensburg í Þýskalandi. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Flensburg árið 2014. vs@mbl.is