John Snorri Sigurjónsson
John Snorri Sigurjónsson
John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur lét staðar numið síðdegis í gær eftir átta ferðir upp og niður Esjuna. Hann hóf gönguna klukkan 18:00 í fyrrakvöld. Jón Snorri fór að kenna til í hægra hné þegar hann var í áttundu ferðinni upp fjallið.

John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur lét staðar numið síðdegis í gær eftir átta ferðir upp og niður Esjuna. Hann hóf gönguna klukkan 18:00 í fyrrakvöld.

Jón Snorri fór að kenna til í hægra hné þegar hann var í áttundu ferðinni upp fjallið. Hann fer til Pakistans 2. janúar til að klífa K2 og þótti honum ekki skynsamlegt að leggja í óþarfa áhættu. Í tilkynningu kemur fram að ferðirnar í gær og fyrradag hafi fyrst og fremst verið hugsaðar sem æfing og í fjáröflunarskyni til að vekja athygli á verkefninu.

John Snorri telur sig vera undir það búinn að takast á við K2 í janúar. Hann segir að verkina megi rekja til hraðaálags. Ferðin upp K2 sé allt annars eðlis og hafi lítið með hraða að gera.

John Snorri stefnir að því að klífa K2-tindinn í Pakistan fyrstur manna í heiminum að vetrarlagi. K2 er næsthæsta fjall í heimi og hingað til hefur enginn komist á tind þess að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn sumarið 2017.

gudni@mbl.is