Farartækið Greinilegt er að miklir áhugamenn um Star Wars vinna hjá hönnunardeild Porsche. Í tilefni þess að nýjasta Star Wars-kvikmyndin er á leið í sýningar hönnuðu þeir nýja orrustuvél í anda ævintýraheimsins sem George Lucas skapaði.

Farartækið

Greinilegt er að miklir áhugamenn um Star Wars vinna hjá hönnunardeild Porsche. Í tilefni þess að nýjasta Star Wars-kvikmyndin er á leið í sýningar hönnuðu þeir nýja orrustuvél í anda ævintýraheimsins sem George Lucas skapaði. Allt var það gert í góðu samstarfi við hönnunarteymi Lucasfilm og útkoman er orrustuvélin S-91 Pegasus Starfighter.

Ef að er gáð má sjá eitt og annað í hönnuninni sem minnir á Porsche 911-sportbílinn, s.s. kúpt flugmannsrýmið og afturljósin. Framljósin eru síðan fengin að láni frá Taycan-rafbílnum. Flugmaðurinn situr fyrir miðju, fremst í vélinni, en fyrir aftan hann eru sæti fyrir tvo farþega.

S-91 Pegasus kemur ekki við sögu í nýju Star Wars-myndinni, en það er aldrei að vita nema að í seinni kvikmyndum og þáttum muni einhver hetjan eða skúrkurinn úr fjarlægri stjörnuþoku sjást þjóta yfir skjáinn á þessu farartæki. ai@mbl.is