Skuggamynd Írska rokksveitin U2 á sviði D.Y. Patil-leikvangsins í Mumbai 15. desember síðastliðinn.
Skuggamynd Írska rokksveitin U2 á sviði D.Y. Patil-leikvangsins í Mumbai 15. desember síðastliðinn. — AFP
Írska rokksveitin U2 hélt tónleika á D.Y. Patil-leikvanginum í hverfinu Navi í Mumbai sunnudaginn síðastliðinn og var þar mannmergð mikil.

Írska rokksveitin U2 hélt tónleika á D.Y. Patil-leikvanginum í hverfinu Navi í Mumbai sunnudaginn síðastliðinn og var þar mannmergð mikil. Bono og félagar hafa ekki komið þar fram áður og vottuðu merkum baráttukonum virðingu sína, þeirra á meðal rithöfundinum Arundhati Roy og blaðakonunni Gauri Lankesh.

Tónleikarnir voru liður í hinni löngu tónleikaferð U2 sem kennd er við breiðskífu þeirra The Joshua Tree sem kom út árið 1987 og naut gríðarmikilla vinsælda. Bono, The Edge, Larry Mullen og Adam Clayton hófu leik í Mumbai á einum þekktasta smelli sveitarinnar, „Sunday Bloody Sunday“, og enduðu með myndasyrpu af merkum baráttukonum. Indverski tónlistarmaðurinn A.R. Rahman og dætur hans voru gestir U2 og fluttu með sveitinni lagið „Ahisma“.