Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í september um flutningskerfi raforku.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í september um flutningskerfi raforku. Í umræddu minnisblaði er farið yfir lykilverkefni í flutningskerfi raforku og stöðu þeirra: „Verulegar tafir hafa orðið á mikilvægum framkvæmdum í flutningskerfi raforku og er staða þeirra ekki í samræmi við vilja Alþingis... Fyrir því eru ýmsar ástæður sem m.a. má rekja til núverandi regluverks þegar kemur að leyfisveitingarferlum vegna framkvæmda, sem og málshraða innan lykilstofnana.“

Þórdís Kolbrún vill einfalda regluverkið. „Það eru mikil tækifæri í því að samþætta leyfisveitingarferlið sem er í einu orði sagt tætingslegt og óskilvirkt. Við eigum að skoða það að sameina skipulagsþætti, umhverfismat framkvæmda og framkvæmdaleyfi í einn og sama farveginn strax í upphafi. Ekki til að draga úr kröfum eða aðkomu almennings heldur einfaldlega til að draga úr tvíverknaði og tímasóun,“ segir ráðherra. 4