Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Fyrsta umræða um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra, sem ætlað er að styðja við einkarekna miðla, fór fram á Alþingi í fyrrakvöld og fram á nótt. Umræðan var ekki mjög bitastæð en varð þó til þess að nú fer frumvarpið í nefnd þar sem vonandi verða sniðnir af því helstu agnúar sé á annað borð ætlunin að það verði að lögum.

Fyrsta umræða um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra, sem ætlað er að styðja við einkarekna miðla, fór fram á Alþingi í fyrrakvöld og fram á nótt. Umræðan var ekki mjög bitastæð en varð þó til þess að nú fer frumvarpið í nefnd þar sem vonandi verða sniðnir af því helstu agnúar sé á annað borð ætlunin að það verði að lögum.

Í máli Bergþórs Ólasonar kom fram gagnleg ábending um að á einkamarkaði í dag væru í raun aðeins þrjár stórar ritstjórnir, hjá Árvakri, Sýn og Torgi. „Fleirum er ekki til að dreifa,“ sagði hann og gerði athugasemd við það þak sem er að finna í frumvarpinu.

Bergþór sagðist vonast til að nefndin lagaði þetta og sagði að „ef að þetta þak verður til staðar, þá held ég að spilunum sé býsna ójafnt skipt.“ Hann benti réttilega á að hverfa þyrfti frá hugmyndinni um þakið sem er augljóst út frá jafnræðissjónarmiðum.

Ef ætlunin er að styðja við almenna fjölmiðlun hér á landi og tryggja að út komi miðlar sem hafa burði til að halda úti almennum fréttaflutningi og vera annað en vettvangur fyrir starfsmenn þeirra til að halda til haga helstu áhugamálum sínum, þá hljóta burðugir miðlar að fá jafna sneið af þeirri köku sem til skipta er.

Þetta er meðal þess sem augljóst er að nefndin verður laga áður en frumvarpið kemur til afgreiðslu.