Hannes S. Jónsson
Hannes S. Jónsson — Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Ekkert saknæmt átti sér stað er ÍR og Tindastóll mættust í Dominos-deild karla í körfubolta í síðustu viku. Grunur lék á að leikmenn Tindastóls hafi hagrætt úrslitunum, þar sem mikil breyting varð á stuðlum á veðmálasíðum skömmu fyrir leik.

Ekkert saknæmt átti sér stað er ÍR og Tindastóll mættust í Dominos-deild karla í körfubolta í síðustu viku. Grunur lék á að leikmenn Tindastóls hafi hagrætt úrslitunum, þar sem mikil breyting varð á stuðlum á veðmálasíðum skömmu fyrir leik. ÍR vann leikinn 92:82.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í yfirlýsingu í gær að leikurinn hafi verið rannsakaður ítarlega og niðurstaðan væri sú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í Seljaskóla.

„Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þann hátt sem reyndin varð,“ segir m.a í yfirlýsingunni.