Markaskorari Bruno Henrique skoraði annað mark Flamengo í Katar.
Markaskorari Bruno Henrique skoraði annað mark Flamengo í Katar. — AFP
Suður-Ameríkumeistarar Flamengo leika til úrslita í heimsbikar félagsliða í fótbolta eftir 3:1-sigur á Asíumeisturum Al-Hilal Saudi í undanúrslitunum á Khalifa-vellinum í Katar í gærkvöldi.

Suður-Ameríkumeistarar Flamengo leika til úrslita í heimsbikar félagsliða í fótbolta eftir 3:1-sigur á Asíumeisturum Al-Hilal Saudi í undanúrslitunum á Khalifa-vellinum í Katar í gærkvöldi. Brasilíska liðið er að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti og getur því orðið heimsmeistari félagsliða í fyrsta sinn í sögunni.

Úrúgvæski landsliðsmaðurinn Giorgian De Arrascaeta og Bruno Henrique skoruðu fyrstu tvö mörk Flamengo og þriðja markið var sjálfsmark.

Á laugardag freistar Flamengo þess til að verða fyrsta liðið utan Evrópu til að landa heimsbikarmeistaratitlinum síðan Corinthians vann 1:0-sigur á Chelsea í úrslitum 2012. Evrópumeistarar Liverpool og Norður-Ameríkumeistarar Monterrey mætast í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld.