Vefsíðan Vonandi kannast margir lesendur við sagnfræðinginn Tom Woods en hann er með glúrnari sérfræðingum í sínu fagi og einstaklega lagið að fletta ofan af útbreiddum sagnfræðilegum rangfærslum.

Vefsíðan Vonandi kannast margir lesendur við sagnfræðinginn Tom Woods en hann er með glúrnari sérfræðingum í sínu fagi og einstaklega lagið að fletta ofan af útbreiddum sagnfræðilegum rangfærslum. Hann þekkir hagsögu Bandaríkjanna út og inn, er hjartahreinn frjálshyggjumaður og heldur úti hlaðvarpinu The Tom Woods Show alla virka daga. Robert „Bob“ Murphy er einn af nánustu vinum og samstarfsmönnum Woods, með doktorsgráðu í hagfræði frá NYU og reglulegur gestur í viðtalsþætti Woods.

Fljótlega rann það upp fyrir félögunum að þeir þurftu svo oft að leiðrétta rangfærslur og rangtúlkanir í reglulegum pistlum Paul Krugman í New York times, að best væri að búa til sérstakt hlaðvarp í kringum þá iðju. Þannig fæddist Contra Krugman (www.contrakrugman.com).

Eins og lesendur vita er hagfræðingurinn Paul Krugman mikilsvirtur Nóbelsverðlaunahafi og heimsins háværasti talsmaður Keynesískrar hagfræði. Er hrein unun að heyra þá Woods og Murphy kryfja bullið í Krugman til mergjar, og útlista hvernig hann hefur rangt fyrir sér um flesta hluti. Léttur andi er yfir hlaðvarpinu og þess gætt að útskýra efnið vel fyrir bæði leikmönnum og hagfræðinördum, en þáttastjórnendur leggja sig líka fram við að sýna Krugman sanngirni og hrósa þegar hann á það skilið. ai@mbl.is