Innlend kortavelta eykst milli ára en erlend kortavelta dregst saman.
Innlend kortavelta eykst milli ára en erlend kortavelta dregst saman. — Morgunblaðið/Hari
Greiðslumiðlun Í nýjum tölum um heildarveltu innlendra greiðslukorta, sem birtar voru í gær á vef Seðlabanka Íslands, kemur fram að heildarvelta þeirra hafi numið 89,7 milljörðum króna í nóvember 2019, sem er 2,7% lækkun milli mánaða en 2,9% aukning frá...

Greiðslumiðlun Í nýjum tölum um heildarveltu innlendra greiðslukorta, sem birtar voru í gær á vef Seðlabanka Íslands, kemur fram að heildarvelta þeirra hafi numið 89,7 milljörðum króna í nóvember 2019, sem er 2,7% lækkun milli mánaða en 2,9% aukning frá sama tíma árið áður.

Í tölunum kemur fram að velta debetkorta hafi numið 43,6 milljörðum króna sem er 2,6% aukning milli ára.

Velta kreditkorta nam samkvæmt Seðlabankanum 46,1 milljarði króna, sem er 3,2% hækkun frá sama tíma árið áður.

Ennfremur kemur fram í tölunum að heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í nóvember 2019 hafi numið 13,4 milljörðum króna, sem jafngildir 14,4% lækkun milli ára.