Skellur Aston Villa átti ekki í vandræðum með að vinna ungt lið Liverpool.
Skellur Aston Villa átti ekki í vandræðum með að vinna ungt lið Liverpool. — AFP
Yngsta byrjunarliðið í sögu Liverpool fékk skell gegn Aston Villa í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi, en lokatölur urðu 5:0.

Yngsta byrjunarliðið í sögu Liverpool fékk skell gegn Aston Villa í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi, en lokatölur urðu 5:0.

Meðalaldur leikmanna Liverpool var aðeins 19 ár og 182 dagar, en liðið var rúmlega tveimur árum yngra en það sem mætti Plymouth í enska bikarnum fyrir tveimur árum. Fimm leikmenn léku sinn fyrsta leik, en aðallið Liverpool er mætt til Katar í heimsbikar félagsliða.

Aston Villa nýtti sér það og vann afar öruggan sigur. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta skipti síðan 2013, er það fór alla leið í úrslit.

Liverpool er enn í fínum málum á leiktíðinni og á möguleika á að vinna fjórfalt; ensku úrvalsdeildina, heimsbikar félagsliða, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu.