Tilnefnd Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikkona sjónvarpsþáttanna Pabbahelgar.
Tilnefnd Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikkona sjónvarpsþáttanna Pabbahelgar. — Morgunblaðið/Eggert
Þáttaröðin Pabbahelgar er tilnefnd til verðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir besta handrit að sjónvarpsþáttaröð. Verðlaunafé er 200.000 norskar krónur, jafnvirði um 2,8 milljóna íslenskra króna.

Þáttaröðin Pabbahelgar er tilnefnd til verðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir besta handrit að sjónvarpsþáttaröð. Verðlaunafé er 200.000 norskar krónur, jafnvirði um 2,8 milljóna íslenskra króna. Nanna Kristín skrifaði handrit þáttanna og leikstýrði þeim auk þess að fara með eitt af aðalhlutverkunum og voru þeir sýndir á RÚV í byrjun vetrar. Tilnefndir til verðlaunanna eru aðalhandritshöfundar sjónvarpsþáttaraða og verða verðlaunin afhent í Gautaborg 29. janúar á næsta ári.

Aðrir tilnefndir eru hin norska Sara Johnsen fyrir þáttaröðina 22. júlí , sænsku handritshöfundarnir Wilhelm Behrman og Niklas Rockström fyrir Kalifat , finnski handritshöfundurinn Matti Laine fyrir Paratiisi og dönsku höfundarnir Dorthe Høgh og Ida Maria Rydén fyrir Når støvet har lagt sig .