Dómkórinn Kórinn tók þátt í kórakeppni í Salzburg í sumar.
Dómkórinn Kórinn tók þátt í kórakeppni í Salzburg í sumar. — Ljósmynd/Pétur Jóhannes Guðlaugsson
Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Kári Þormar dómorganisti hefur stjórnað kórnum frá árinu 2010 og annast kórinn messusöng í Dómkirkjunni en einnig er fastur liður í starfi kórsins að syngja við opinberar athafnir, m.a. innsetningu forseta Íslands.

Kórinn hefur haldið fjölda tónleika hér á landi sem erlendis og hefur verkefnavalið verið fjölbreytt, að því er fram kemur á vefsíðu kórsins.