Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur sem hefst á aðfangadag, í dag kl. 12.15 í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur sem hefst á aðfangadag, í dag kl. 12.15 í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Þær hefja kynninguna á að tala um verk sín á sýningunni og hvernig þau urðu til, meðal annars í tengslum við eigin drauma, segir í tilkynningu, og tengja þær inn á kenningar Rudolf Steiners og geðlæknisins umdeilda Carls Gustav Jung og ljúka viðburðinum á því að kynna sínar persónulegu draumadagbækur.