Virðulegur aldur.

Virðulegur aldur. A-AV

Norður
--
ÁG85
KG84
ÁKG107

Vestur Austur
ÁKD106532 G9874
K73 D1094
53 Á72
-- 2

Suður
--
62
D1096
D986543

Suður spilar 6 dobluð.

Þrátt fyrir virðulegan aldur höfðu keppendur ekki áður lent í öðru eins. „Ég sá reyndar svona spil í Mogganum um daginn, en hélt að þetta gæti ekki gerst við borðið. Kannski tengist þetta hækkandi hitastigi.“

En nú hefur það sem sagt „gerst við borðið“ – slemma gefin með útspili í tvöfalda eyðu. Þetta var annan sunnudag í aðventu, á Íslandsmóti seníora, sem stundum eru kallaðir „heldri menn“ til aðgreiningar frá hversdagslegri spilurum. Sigurvegarar mótsins, Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Gaukur Ármannsson, nutu þess að vinna 6 eftir spaðaásinn út. Eitt annað par vann 6 dobluð (Hjálmar S. Pálsson og Loftur Pétursson), en á öðrum borðum þverneituðu AV að gefa eftir spaðalitinn. Og fóru sums staðar í 6, sem gjarnan unnust eftir laufásinn út (en þá þarf bara að finna hjartagosann á góðum stað).