Karin Rehnqvist
Karin Rehnqvist
Sænska tónskáldið Karin Rehnqvist hlaut í vikunni ein virtustu tónlistarverðlaun heimalands síns, Järnåker-verðlaunin sem á frummálinu heita Järnåkerstipendiet, fyrir verkið Blodhov , sem á íslensku útleggst Blóðhófnir en innblásturinn sótti hún í...

Sænska tónskáldið Karin Rehnqvist hlaut í vikunni ein virtustu tónlistarverðlaun heimalands síns, Järnåker-verðlaunin sem á frummálinu heita Järnåkerstipendiet, fyrir verkið Blodhov , sem á íslensku útleggst Blóðhófnir en innblásturinn sótti hún í samnefndan ljóðabálk Gerðar Kristnýjar sem hún byggði á fornu Eddukvæði.

Rehnqvist hlýtur að launum hundrað þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 1,35 milljóna króna. Eru þetta merkustu verðlaun sem veitt eru fyrir kammerverk í Svíþjóð, að því er fram kemur á fréttavefnum mynewsdesk.