Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í desember hækkar um 0,11% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í desember hækkar um 0,11% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á 12 mánaða tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2% í samanburði við 2,7% í nóvember, og er því undir 2,5% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að tölurnar komi verulega á óvart þar sem opinberar spár voru á bilinu 0,4% til 0,5%. Munurinn skýrist af minni hækkun á flugfargjöldum , sem hækkuðu um 9,6% á milli mánaða en þau eru jafnframt 9,2% lægri en í desember í fyrra. Auk þess lækkaði matarkarfan og reiknuð húsaleiga á milli mánaða en búist var við hækkun í þeim liðum.