Öflugur Tryggvi Snær Hlinason er í stöðugri framför með Zaragoza.
Öflugur Tryggvi Snær Hlinason er í stöðugri framför með Zaragoza. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti einn sinn besta leik til þessa í fyrrakvöld þegar Zaragoza lagði Besiktas frá Tyrklandi að velli, 80:73, í Meistaradeild FIBA.
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti einn sinn besta leik til þessa í fyrrakvöld þegar Zaragoza lagði Besiktas frá Tyrklandi að velli, 80:73, í Meistaradeild FIBA. Tryggvi var með flesta framlagspunkta allra leikmanna í báðum liðum en hann skoraði 11 stig, tók 8 fráköst, varði 4 skot og átti tvær stoðsendingar. Með þessu hefur Zaragoza unnið fimm af níu leikjum sínum í D-riðli deildarinnar og er í þriðja sæti af átta liðum, á eftir Bonn frá Þýskalandi og Dijon frá Frakklandi.