Nýjasta Stjörnustríðskvikmyndin, Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker , hefur hlotið heldur misjafna dóma gagnrýnenda erlendis en kvikmyndin var frumsýnd hér á landi í gær.
Nýjasta Stjörnustríðskvikmyndin, Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker , hefur hlotið heldur misjafna dóma gagnrýnenda erlendis en kvikmyndin var frumsýnd hér á landi í gær. Vefurinn Metacritic hefur nú tekið saman dóma 40 gagnrýnenda og er meðaltalseinkunn þeirra 54 af 100 mögulegum sem telst heldur slakt. Nokkrir eru mjög hrifnir af myndinni, þeirra á meðal gagnrýnendur The Guardian, Seattle Times, The Telegraph, Variety og Film en versta útreið fær myndin hjá Vox og Slant og dómar Screen Daily og Hollywood Reporter eru líka í neikvæðara lagi. Gagnrýnandi New York Times fer milliveginn, segir myndina hvorki góða né slæma, enda á því að ekki sé til góð Stjörnustríðsmynd.