Þingsetning Drottningin gengur inn í sal bresku lávarðadeildarinnar. Minni viðhöfn var við þingsetninguna nú, m.a. vegna þess að stutt er í jól.
Þingsetning Drottningin gengur inn í sal bresku lávarðadeildarinnar. Minni viðhöfn var við þingsetninguna nú, m.a. vegna þess að stutt er í jól. — AFP
Breska ríkisstjórnin mun leggja allt kapp á að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram 31. janúar 2020, samkvæmt stefnuræðu Elísabetar 2. Englandsdrottningar, sem drottningin las upp við þingsetningu í gær.

Breska ríkisstjórnin mun leggja allt kapp á að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram 31. janúar 2020, samkvæmt stefnuræðu Elísabetar 2. Englandsdrottningar, sem drottningin las upp við þingsetningu í gær.

Að því loknu verður stefnt að fríverslunarsamningi við Evrópusambandið sem muni koma öllu Bretlandi til góða.

Af öðrum atriðum sem drottningin kom inn á í ræðu sinni má helst nefna heilbrigðismál, en Boris Johnson forsætisráðherra hyggst binda í lög auknar fjárveitingar til breska heilbrigðiskerfisins, fjölga starfsfólki þess og afnema stöðumælagreiðslur fyrir þá sjúklinga sem brýnast þurfa á aðstoð að halda.

Þá var sérstaklega tekið fram að þingrofsrétturinn yrði færður aftur til forsætisráðherrans og lög frá árinu 2010 sem færðu þinginu sjálfu það vald yrðu numin úr gildi.

Þau lög voru sett í tíð samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálslyndra demókrata og urðu til þess að stjórnarandstaðan gat tafið síðustu kosningar fram í desember.