Best Júlían J.K. Jóhannsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin best.
Best Júlían J.K. Jóhannsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin best. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, og Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Val, voru valin íþróttafólk Reykjavíkur. Tilkynnt var um niðurstöðuna í ráðhúsinu í gær.

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, og Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Val, voru valin íþróttafólk Reykjavíkur. Tilkynnt var um niðurstöðuna í ráðhúsinu í gær. Stjórn ÍBR velur íþróttafólkið og hefur gert síðan 1979.

Júlían setti heimsmet í réttstöðulyftu á árinu. Gerði það á HM og varð því heimsmeistari í greininni auk þess að vinna til bronsverðlauna í samanlögðu. Margrét Lára var fyrirliði Íslandsmeistara Vals og skoraði 15 mörk í 17 leikjum á Íslandsmótinu auk þess að leika með íslenska landsliðinu.

Íþróttalið Reykjavíkur í kvennaflokki er lið Vals í körfuknattleik sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari á árinu. Í karlaflokki er það KR í körfuknattleik karla sem varð Íslandsmeistari á árinu og sjötta árið í röð.