— Morgunblaðið/Eggert
Skálmöld kveikti í mannskapnum á fyrstu af þrennum kveðjutónleikum sveitarinnar í Gamla bíói í gærkvöldi. Meðlimirnir, sem hafa ákveðið að fara í pásu frá áramótum í óákveðinn tíma, stóðu við loforðið að kveðja með hvelli.
Skálmöld kveikti í mannskapnum á fyrstu af þrennum kveðjutónleikum sveitarinnar í Gamla bíói í gærkvöldi. Meðlimirnir, sem hafa ákveðið að fara í pásu frá áramótum í óákveðinn tíma, stóðu við loforðið að kveðja með hvelli. Fólk á öllum aldri sótti tónleikana, að sögn Orra Páls Ormarssonar blaðamanns sem var meðal tónleikagesta. „Málmhjörtun slá í þéttum takti,“ sagði hann um stemninguna á tónleikunum.