Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 19.30 sem bera yfirskriftina „Stafa frá stjörnu“.
Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 19.30 sem bera yfirskriftina „Stafa frá stjörnu“. Er hún sótt í fyrstu línu kvæðis Matthíasar Jochumssonar „Á jólum 1904“ en Árni Harðarson, stjórnandi kórsins, samdi lag við kvæðið. Á efnisskrá verða innlend og erlend kórverk, gömul og ný, sem tengjast jólum og hinu eilífa ljósi og einsöngvarar verða úr hópi kórmeðlima. Meðleikari með kórnum er Tómas Guðni Eggertsson.