Endurkoma Kóngulóarmaðurinn kemur út á íslensku eftir langt hlé.
Endurkoma Kóngulóarmaðurinn kemur út á íslensku eftir langt hlé.
Sögur af ofurhetjunni Spider-Man, Kóngulóarmanninum í íslenskri þýðingu, eru nú aftur fáanlegar á íslensku en slíkar sögur voru gefnar út af Siglufjarðarprentsmiðjunni lengi vel á síðustu öld.

Sögur af ofurhetjunni Spider-Man, Kóngulóarmanninum í íslenskri þýðingu, eru nú aftur fáanlegar á íslensku en slíkar sögur voru gefnar út af Siglufjarðarprentsmiðjunni lengi vel á síðustu öld. Nú er það fyrirtækið DP-in hetjumyndasögur sem gefur út og út komin bók 1 um hinn ótrúlega Spider-Man.

Í bókinni er upprunasaga hetjunnar rakin, sagan af menntaskólanemanum Pétri Parker sem bitinn er af geislavirkri kónguló og öðlast í kjölfarið krafta kóngulóar. „Þessar sögur eru fyrir löngu orðnar sígildar og af mörgum taldar bera af öðrum ofurhetjumyndasögum,“ segir í tilkynningu vegna útgáfunnar og að í bókinni megi finna fyrstu fjögur tölublöðin sem þeir Stan Lee og Steve Ditko unnu að saman árið 1962. Þessar sögur hafi verið endursagðar í sjónvarpsþáttum, teiknimyndum og fjórum kvikmyndaseríum. Einnig megi finna í bókinni Amazing Fantasy-sögur þeirra Kurt Busiek og Paul lee sem hafi aldrei áður verið gefnar út í einni bók.

Bókin er prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju og er svansvottuð. DP-in hetjumyndasögur hafa áður gefið út bækur um Hulk og X-Men og á næsta ári er væntanleg bók um Þór og önnur bók í X-Men syrpunni. Þýðendur eru Hrafn Jóhann Þórarinsson og Íris Björk Árnadóttir og grafískir hönnuðir Kristján Ingólfsson og Gísli Dan.