EKKI NOTA - Önnur síða 200 mílur Slysavarnafélagið Landsbj Önnur síða í sérblað Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
EKKI NOTA - Önnur síða 200 mílur Slysavarnafélagið Landsbj Önnur síða í sérblað Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg — Ljósmynd/Landsbjörg
Gríðarleg nýsköpun á sér stað innan íslensks sjávarútvegs og hafa fjárfestingar í búnað, tæki og skip aukist á undanförnum árum. Um þetta er meðal annars fjallað í þessu blaði og ekki síst þau tækifæri sem enn ekki hafa verið nýtt.

Gríðarleg nýsköpun á sér stað innan íslensks sjávarútvegs og hafa fjárfestingar í búnað, tæki og skip aukist á undanförnum árum. Um þetta er meðal annars fjallað í þessu blaði og ekki síst þau tækifæri sem enn ekki hafa verið nýtt. Það er enginn vafi um það að tækninýjungar séu mikilvægur þáttur í framþróun atvinnugreinarinnar, en óháð þessum þætti verður það ávallt svo að einhverjir þurfa að sækja sjóinn með einum eða öðrum hætti og við það lenda í aðstæðum sem fáir ráða við.

Með hliðsjón af þessu er augljóst að öflug björgunargeta verður ávallt nauðsynleg til að mæta þörfum hafsækinnar smáþjóðar. Með óeigingjörnu sjálfboðastarfi hafa sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar, ásamt Landhelgisgæslunni, gert sitt besta til að tryggja, eins vel og kostur er, öryggi þeirra sem sjóinn sækja. Nú stefna sjóbjörgunarsveitirnar að því að hefja umfangsmestu uppfærslu á búnaði sveitanna frá stofnun Landsbjargar.

Eftir hið mikla óveður í desember og nú í aðdraganda jóla er líklega rétti tíminn til þess að huga að leiðum til þess að þakka þeim fyrir ómetanleg störf og veita þeim stuðning við að festa kaup á þrettán nýjum björgunarskipum. gso@mbl.is