Jólalegt Það verður hugguleg jólastemning í hádeginu í dag á Kex hosteli.
Jólalegt Það verður hugguleg jólastemning í hádeginu í dag á Kex hosteli.
Jóladjass verður fluttur á Kex hosteli í hádeginu í dag frá kl. 12 til 13.15. Karl Olgeirsson og félagar hans munu flytja jóladjass af plötunni Svöl jól sem hljómsveitin Jólakettir gaf út fyrir rúmum tuttugu árum.

Jóladjass verður fluttur á Kex hosteli í hádeginu í dag frá kl. 12 til 13.15. Karl Olgeirsson og félagar hans munu flytja jóladjass af plötunni Svöl jól sem hljómsveitin Jólakettir gaf út fyrir rúmum tuttugu árum. Segir í tilkynningu að sú plata sé fyrir löngu orðin „költ“ jólaplata hjá landsmönnum.

Karl leikur á Rhodes píanó og með honum verða Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Snorri Sigurðarson sem leikur á trompet en þeir voru allir í fyrrnefndri sveit, Jólaköttunum. Erik Qvick mun einnig leika á trommur.