Söfnun Elísabet, Gróa og Guðný.
Söfnun Elísabet, Gróa og Guðný. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Konurnar sem standa að átaksverkefninu „Á allra vörum“, þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, hafa afhent söfnunarfé þessa árs, 43 milljónir.

Konurnar sem standa að átaksverkefninu „Á allra vörum“, þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, hafa afhent söfnunarfé þessa árs, 43 milljónir. Í þetta skiptið nýtur „Eitt líf“ stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnastarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli.

Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra, í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.

„Á allra vörum“ hefur alls safnað yfir 600 milljónum í þjóðarátaki sem fram hefur farið níu sinnum.