Ökumaður bifreiðar ók inn í snjóflóð sem hafði fallið þvert á hringveginn í Ljósavatnsskarði við Ljósavatn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn ók inn í flóðið að austanverðu.
Ökumaður bifreiðar ók inn í snjóflóð sem hafði fallið þvert á hringveginn í Ljósavatnsskarði við Ljósavatn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn ók inn í flóðið að austanverðu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líklegt að hann hafi ekki séð flóðið sökum slæms skyggnis og lélegrar færðar. Veginum var lokað frá Krossi að Grenivíkurafleggjara. Að sögn lögreglu hefur snjósöfnun verið talsverð í gær og undanfarna daga og snjóflóðahætta víða.