Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna fögnuðu í gær, þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa aðskilnaðarsinnanum Oriol Junqueras úr haldi svo hann gæti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu eftir að hann var...
Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna fögnuðu í gær, þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa aðskilnaðarsinnanum Oriol Junqueras úr haldi svo hann gæti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu eftir að hann var kjörinn til þingsins í maí síðastliðnum. Junqueras sat þá í haldi og beið þess að réttað yrði yfir sér. Hann var hins vegar dæmdur í október til 13 ára fangelsisvistar og krefjast stuðningsmenn hans að sá dómur verði numinn úr gildi.