Davíð Þór Björgvinsson
Davíð Þór Björgvinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sama ósamræmi virðist hafa komið upp við umsagnir vegna stöðu dómara við Hæstarétt í haust. Embættið var auglýst til umsóknar 6. september sl. og skilaði dómnefndin umsögn 9. desember.

Sama ósamræmi virðist hafa komið upp við umsagnir vegna stöðu dómara við Hæstarétt í haust. Embættið var auglýst til umsóknar 6. september sl. og skilaði dómnefndin umsögn 9. desember. Átta umsóknir bárust um stöðuna en ekki hefur verið skipað í dómarastöðuna.

Þrír umsækjendur voru metnir hæfastir en þeir voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. Treysti nefndin sér ekki til að gera upp á milli þeirra. „Eðli máls samkvæmt er því samanburður á verðleikum þeirra flókinn og telur nefndin af þeim sökum ekki efni til að gera greinarmun á þeim [...] Ekki eru því efni til að gera upp á milli hæfni þeirra til að gegna embætti hæstaréttardómara,“ sagði í niðurlagi umsagnar nefndarinnar. Vekur þessi niðurstaða athygli í ljósi niðurstöðu dómnefndarinnar vegna Landsréttarmálsins.

Þá var Davíð Þór Björgvinsson metinn langhæstur með 7,35 stig. Næstur kom Sigurður Tómas Magnússon með 6,775 stig og fimmta varð Ingveldur Einarsdóttir með 6,3 stig. Munaði því 1,05 stigum á Davíð Þór og Ingveldi en til samanburðar munaði 1,025 stigum á Ingveldi og Arnfríði Einarsdóttur sem fékk 5,275 stig 18. sæti. Í nýju umsögninni vegna Hæstaréttar hefur þessi afgerandi munur á Davíð Þór og Ingveldi í Landsréttarvalinu hins vegar jafnast út.

Öll voru þau Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ingveldur skipuð dómarar við Landsrétt 2017.

Við fyrstu sýn virðist því ekki hafa orðið mikil breyting á reynslu þeirra eða hæfni sem skýrt gæti breytt hæfnismat nefndarinnar.