Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum. Fyrsti áfanginn tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar almenn komugjöld lækka úr 1.200 krónum í 700.

Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum. Fyrsti áfanginn tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar almenn komugjöld lækka úr 1.200 krónum í 700.

Þetta er á meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á fundi í heilbrigðisráðuneytinu í gær.

Kynningin sneri að áformum um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga.

Auk niðurfellingar komugjalda er áætlað að auka niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu, lyf og hjálpartæki. Einnig verða reglur um ferðakostnað rýmkaðar.

Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi.

Í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024.