Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson
Í blaðinu síðustu daga hefur verið fjallað um athugun umboðsmanns Alþingis á stigagjöf við ráðningar. Af því tilefni skal áréttað að athugunin varðar almenna notkun slíkrar stigagjafar við hæfnismat hjá hinu opinbera.

Í blaðinu síðustu daga hefur verið fjallað um athugun umboðsmanns Alþingis á stigagjöf við ráðningar. Af því tilefni skal áréttað að athugunin varðar almenna notkun slíkrar stigagjafar við hæfnismat hjá hinu opinbera. Athugunin einskorðast þannig ekki við stigagjöf vegna dómaravals.

Fram kom í umsögn dómnefndar vegna landsréttar 2017 að hún hefði „í mati sínu á hæfni umsækjenda að því er varðar röðun innan einstakra þátta beitt eins mikilli nákvæmni og kostur er, en matsgrundvöllurinn [væri] bæði fjölþættur og margbrotinn“. Síðar var horfið frá reiknileiðinni.