Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að lík Vladimírs Leníns, leiðtoga Sovétríkjanna, ætti að vera áfram í grafhvelfingu sinni á Rauða torginu í Moskvu svo lengi sem Rússar hefðu enn minningar um sovéttímann.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að lík Vladimírs Leníns, leiðtoga Sovétríkjanna, ætti að vera áfram í grafhvelfingu sinni á Rauða torginu í Moskvu svo lengi sem Rússar hefðu enn minningar um sovéttímann.

Pútín var spurður á árlegum fréttamannafundi sínum hvort flytja ætti lík Leníns, en um 60% Rússa eru sögð styðja hugmyndina í skoðanakönnunum.

Pútín hefur áður sagt að ekki ætti að færa líkið, en viðurkenndi í gær að hugmyndir sínar um Lenín hefðu breyst frá því að hann var útsendari sovésku leyniþjónustunnar KGB. Sagði Pútín ljóst að Lenín hefði verið meiri byltingarmaður en stjórnmálaleiðtogi og gagnrýndi hvernig hann hefði sett upp Sovétríkin. Taldi Pútín meðal annars að ríkið hefði verið gert of nátengt Kommúnistaflokknum, þannig að þegar flokkurinn missti tökin hefðu Sovétríkin hrunið.