Hólmfríður Jóhannesdóttir
Hólmfríður Jóhannesdóttir
Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran, Victoria Tarevskaia sellóleikari og Julian Hewlett píanóleikari flytja íslensk og amerísk jólalög á tónleikum sem hefjast kl. 12 í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran, Victoria Tarevskaia sellóleikari og Julian Hewlett píanóleikari flytja íslensk og amerísk jólalög á tónleikum sem hefjast kl. 12 í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir verða um 35 mínútur að lengd og miðaverð er 1.500 kr.

Yfirskrift tónleikanna er „Glitrandi miðbær“. Þríeykið hefur á síðustu árum haldið fjölda tónleika hér á landi og þá meðal annars í Dómkirkjunni í Reykjavík.