Magn útfluttra sjávarafurða dróst saman á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 borið saman við sama tímabil 2018, er ástæða þess loðnubrestur sem varð á síðasta ári.

Magn útfluttra sjávarafurða dróst saman á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 borið saman við sama tímabil 2018, er ástæða þess loðnubrestur sem varð á síðasta ári. Þrátt fyrir samdrátt í magni jókst útflutningsverð- mæti sjávarafurða milli ára, að því er fram kemur í færslu á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Bent er á að verð útfluttra sjávarafurða hafi verið um 7% hærra í erlendri mynt á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 miðað við 2018. Náði hækkunin til nánast allra tegunda, en mest hækkaði verð ferskra afurða og skreiðarafurða.

„Vitaskuld spilar gengi krónunnar stóra rullu í aukningunni í krónum talið, en að teknu tillit til þess var aukning engu að síður, eða sem nemur tæpum 2%. Ástæðan er hagstæð verð- þróun á sjávarafurðum erlendis en verðið hefur hækkað nær samfellt frá ársbyrjun 2018,“ segir í færslunni.

Þá segir einnig að fjárfesting í nýsköpun og tækni auk markaðssetningar sé forsenda þess að hærra verð fáist fyrir íslenskar sjávarafurðir.