Í haldi Oriol Junqueras.
Í haldi Oriol Junqueras. — AFP
Hæstiréttur Spánar hafnaði því í gær að staðfesta kosningu katalónska aðskilnaðarsinnans Oriol Junqueras til Evrópuþingsins vegna þess dóms sem hann hlaut í fyrra fyrir að hafa sem ráðherra Katalóníuhéraðs átt aðild að ákvörðun um að halda...

Hæstiréttur Spánar hafnaði því í gær að staðfesta kosningu katalónska aðskilnaðarsinnans Oriol Junqueras til Evrópuþingsins vegna þess dóms sem hann hlaut í fyrra fyrir að hafa sem ráðherra Katalóníuhéraðs átt aðild að ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins frá Spáni árið 2017, í andstöðu við úrskurð stjórnlagadómstóls Spánar.

Junqueras, sem dæmdur var til 13 ára fangelsisvistar og sviptur rétti til þess að gegna opinberu embætti í 13 ár í október 2019, hefur með niðurstöðu spænska dómstólsins verið neitað um að undirrita kjörbréf sitt og taka sæti á Evrópuþingi.

Er þetta í beinni andstöðu við niðurstöðu Evrópudómstólsins sem komst að því í desember að Junqueras skyldi látinn laus úr haldi spænskra yfirvalda.