— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veðrið lék ekki við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær frekar en víða annars staðar á landinu en gul viðvörun var þar í gildi.

Veðrið lék ekki við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær frekar en víða annars staðar á landinu en gul viðvörun var þar í gildi.

Gerði vindur og há sjávarstaða það að verkum að sjór flæddi inn á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum og olli nokkru tjóni en meðal annars brotnaði girðing. Var starfsmönnum gert erfitt um vik að sinna störfum sínum vegna flóðsins en tveir menn sem voru við störf við að setja upp grindverk við sjóinn neyddust til að hlaupa undan kraftmiklu briminu sem fór í háum skvettum yfir girðinguna. 2