Hjördís Henrysdóttir
Hjördís Henrysdóttir
Nýtt sýningarár hefst í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16 með opnun sýningarinnar Hafið: Í minningu sjómanna .

Nýtt sýningarár hefst í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16 með opnun sýningarinnar Hafið: Í minningu sjómanna . Á henni sýnir Hjördís Henrysdóttir málverk af úfnum sjó og bátum í sjávarháska og er hún í tilkynningu sögð ástríðufullur frístundamálari sem fengist hefur við margs konar listsköpun í yfir 50 ár. Hafið, fjaran og brimrót hafa í gegnum árin reglulega ratað á strigann, segir m.a. í tilkynningu og að myndirnar á sýningunni eigi sér rót í djúpstæðri virðingu og trega vegna þeirra hrafnistumanna sem hafið hafi ekki hleypt í land.

Sýningin stendur yfir til 7. febrúar.