Atkvæðamikill Martin hefur látið að sér kveða í Evrópuleikjunum.
Atkvæðamikill Martin hefur látið að sér kveða í Evrópuleikjunum. — Ljósmynd/Euroleague
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, stóð fyrir sínu að venju með Alba Berlín þegar liðið þurfti að sætta sig við tap á heimavelli gegn ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv, 89:95, í Euroleague í gær.

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, stóð fyrir sínu að venju með Alba Berlín þegar liðið þurfti að sætta sig við tap á heimavelli gegn ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv, 89:95, í Euroleague í gær. Martin var stigahæstur í Berlínarliðinu með 16 stig en gaf auk þess fjórar stoðsendingar á samherja sína.

Maccabi er í 4. sæti deildarinnar en róðurinn hefur verið þungur fyrir þýska liðið í Euroleague en Alba Berlín er nú í 16.-17. sæti af átján liðum. kris@mbl.is