Marianne Stidsen
Marianne Stidsen
Málþing um mimesis í dönskum bókmenntum og list verður í Veröld – húsi Vigdísar í dag, föstudag, milli kl. 9.30 og 17. Þingið fer fram á dönsku.

Málþing um mimesis í dönskum bókmenntum og list verður í Veröld – húsi Vigdísar í dag, föstudag, milli kl. 9.30 og 17. Þingið fer fram á dönsku. Erindi flytja Gísli Magnússon, Marianne Stidsen, Bettina Perregård, Steffen Arndal, Anders Ehlers Dam og Markus Floris Christensen.

„Gríska orðið „mimesis“ þýðir eftirlíking og oft er talað um mimesis í tengslum við birtingarmynd lista og bókmennta af raunveruleikanum. Í bókmenntum, sálfræði og heimspeki hefur hugtakið mimesis snúið aftur sem mótsvar við staðhæfingu póststrúktúralismans um skort tungumálsins til að endurspegla raunveruleikann,“ segir meðal annars í kynningu á málþinginu og bent á að Stidsen hafi í doktorsritgerð nýtt sér þessa merkingu orðsins. Meðal þess sem fyrirlesarar beina sjónum sínum að í erindum sínum er mimesis í Min kamp eftir Karl-Ove Knausgård og Det eftir Inger Christensen.