Frá vistgötu.
Frá vistgötu.
Það er heilmikið hagræði í því að nú geti lögreglan hlaupið uppi ökuníðinga í stað þess að þurfa að elta þá á bifreiðum eða bifhjólum.

Það er heilmikið hagræði í því að nú geti lögreglan hlaupið uppi ökuníðinga í stað þess að þurfa að elta þá á bifreiðum eða bifhjólum.

Frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að með umferðarlögunum sem tóku gildi um áramót hefði verið tekin upp sú regla að ekki mætti aka hraðar en á 10 kílómetra hraða á klukkustund á svokölluðum vistgötum.

Þá segir í nýju lögunum að þegar ekið sé meira en tvöfalt hraðar en heimilt sé, skuli svipta ökumanninn skírteininu í þrjá mánuði hið minnsta.

Starfsmaður samgönguráðuneytisins sem Morgunblaðið ræddi við staðfesti að það væri rétt skilið að ef farið yrði yfir 20 km/klst. á vistgötu ætti að svipta ökumenn réttindum.

Þá sagði lögreglumaður í samtali við blaðið að ekki yrði farið fram með neinu offorsi við að framfylgja þessu.

Ekki er ljóst hvað það þýðir en ökumenn skyldu fara varlega og hafa auga með fótfráum lögreglumönnum á vistgötum.

Fyrir lagabreytingu var hámarkshraði á vistgötum 15 km/klst. Það telst vart ofsaakstur, jafnvel í íbúðahverfi. Var virkilega ástæða til að færa hraðann enn neðar? Þá má líka spyrja: Ætli það verði til einhvers annars en að tryggja að allir sem um vistgötur aka brjóti umferðarlögin?