Annað árið í röð verður Óskarsverðlaunahátíðin án kynnis en The Academy of Motion Picture Arts and Sciences staðfesti þetta á Twitter á dögunum. Á hátíðinni í fyrra var ekki einn kynnir heldur margar stjörnur sem skiptu verkefninu á milli sín.

Annað árið í röð verður Óskarsverðlaunahátíðin án kynnis en The Academy of Motion Picture Arts and Sciences staðfesti þetta á Twitter á dögunum.

Á hátíðinni í fyrra var ekki einn kynnir heldur margar stjörnur sem skiptu verkefninu á milli sín. Í fyrra var heldur ekki opnunarræða eins og hefur verið hefð fyrir heldur tónlistaratriði með Adam Lambert og Queen þar sem þeir tóku saman We Will Rock You og We Are The Champions. Þetta atriði var að sjálfsögðu vegna þess að kvikmyndin Bohemian Rhapsody var stór á hátíðinni í fyrra en það var aðalleikarinn í myndinni, hann Rami Malek, sem vann Óskarinn fyrir aðalhlutverkið.