Seigur Kári Jónsson og félagar í Haukum unnu meistarana.
Seigur Kári Jónsson og félagar í Haukum unnu meistarana. — Morgunblaðið/Hari
Meiðsli og veikindi hafa herjað á Íslandsmeistara KR síðustu vikur og mátti liðið þola 75:83-tap á útivelli fyrir Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld.

Meiðsli og veikindi hafa herjað á Íslandsmeistara KR síðustu vikur og mátti liðið þola 75:83-tap á útivelli fyrir Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Endurkoma Kristófers Acox dugði ekki til fyrir KR, en hann hefur verið að glíma við erfið veikindi.

Haukar gengu á lagið og unnu góðan sigur. Þeir vonast nú eftir meiri stöðugleika, en aðeins einu sinni í vetur hafa Haukar unnið tvo leiki í röð. Með einu skrefi áfram hafa yfirleitt tvö fylgt til baka. KR ætti að vinna Fjölni í næstu umferð.